Varmaorka

Á þessari síðu má finna:

Fyrir kennara – hér má finna upplýsingar fyrir kennara um notkun tilraunanna


Varmaorka

Hlutir sem eru heitir búa yfir orku. Því heitari sem hlutur er því meiri orka. Því meira efni sem er í hlutunum því meiri orka. Þessi orka kallast varmaorka.  Hægt er að nota hlut með varmaorku til að hita aðra kaldari hluti.

Varmaorka er háð hitastigi og magni. Ef þú hefur tvo misstóra nagla og hitar þá hefur stærri naglinn meiri varmaorku en sá minni vegna stærðar hans. Það þarf að athuga að varmaorka og hitastig er ekki það sama. Hitastig segir til um hversu heitur eða kaldur hlutur er, en varmaorka er sú orka sem hlutur hefur vegna þess að hann er heitur.

Tilraun 1 – Varmaorka, Misstórir hlutir hafa mismikla varmaorku

Efni og áhöld

_MG_0175

Ein stór skrúfa og ein lítil skrúfa

IMG_0162

Hitamælir

_MG_0180

Töng

IMG_0150

Þrjú glös

IMG_0151

Vatn

Framkvæmd

_MG_0226

Helltu mjög heitu vatni ofan í glas

_MG_0179

Láttu báðar skrúfurnar ofan í heitt vatnið og láttu þær vera í vatninu í nokkrar mínútur

_MG_0183

Helltu köldu vatni ofan í tvö glös. Athugaðu að vatnið á að vera jafn kalt í báðum glösum og jafn mikið af því

_MG_0185

Taktu skrúfurnar upp úr heita vatninu og settu þær samtímis ofan í sitthvort glasið með kalda vatninu. Láttu þær vera í glösunum í nokkrar mínútur

_MG_0195

Mældu hitastig vatnsins í báðum glösunum

_MG_0194


Umræða

  • Í hvoru glasinu var vatnið heitara?
  • Af hverju er það?
  • Hvor skrúfan innihélt meiri varmaorku?