Eðlisvarmi

Á þessari síðu má finna:

Fyrir kennara – hér má finna upplýsingar fyrir kennara um notkun tilraunarinnar


Eðlisvarmi

Eðlisvarmi nefnist mælikvarði á það hve mikla eða litla varmaorku efni þurfa að taka til sín til að hitna eða að gefa frá sér til að kólna. Mismunandi efni hafa mismunandi eðlisvarma og bregðast þar af leiðandi mismunandi við orkubreytingunni. Það þarf meiri orku til að hita efni sem hafa háan eðlisvarma um 1°C heldur en efni sem hefur lágan eðlisvarma. Hitastig efnis sem hefur háan eðlisvarma breytist minna en efni sem hefur lágan eðlisvarma ef sömu orkubreytingu er beitt. Magn eða massi efnis skiptir einnig máli. T.d. þarf meiri orku til að hita 10 g af vatni heldur en 1 g af vatni um 1°C.

Tilraun 1 – Eðlisvarmi, mismunandi eðlisvarmi efna

VARÚÐ! EKKI SNERTA POTTINN ÞEGAR ÞÚ GERIR TILRAUNINA!

Efni og áhöld

_MG_0201

Eldavélahella

_MG_0207

Pottur

Vatn

Vatn

Framkvæmd

_MG_0248

Settu pottinn á heita eldavélahellu og láttu standa í 5 mínútur

_MG_0265

Taktu pottinn af hellunni og taktu eftir hvort að potturinn sé heitur eða kaldur. Passaðu þig að snerta pottinn ekki, nóg er að færa hendina nálægt pottinum.

_MG_0208

Bíddu eftir að potturinn kólnar og settu þá kalt vatn í pottinn

_MG_0267

Settu pottinn á heita eldavélahellu og láttu standa í 5 mínútur

_MG_0269

Taktu pottinn af hellunni og athugaðu hvort að þú finnir sama hita frá pottinum og var þegar ekkert vatn var í honum


Umræða

  • Hver var munurinn á hita pottsins þegar hann var tómur og síðan þegar það var vatn í honum?
  • Er járn með lágan eða háan eðlismassa? Hvað með vatn?
  • Hvaða máli skiptir munurinn á járni og vatni í þessari tilraun? Hvaða máli skiptir að það var mismunandi mikið af efni sem hitnaði í fyrra og seinna skiptið?
Auglýsingar