Tilraunir

Hér er að finna kennslutexta, tilraunir og eina gagnvirka sýndartilraun um þau hugtök sem talin eru upp á forsíðu síðunnar. Alls eru 13 tilraunir og ein gagnvirk sýndartilraun. Níu af tilraununum eru gerð skil með ljósmyndum og fjórum með myndböndum. Með gagnvirku sýndartilrauninni fylgja ljósmyndir til útskýringar. Þau hugtök sem fjallað er um eru:

  • Hitastig – Hér má finna kennslutexta og tvær tilraunir um hitastig. Efnið tengist hluta 3.1 í bókinni.
  • Varmaorka – Hér má finna kennslutexta og eina tilraun um varmaorku. Efnið tengist hluta 3.2 í bókinni.
  • Hamskipti – Hér má finna kennslutexta og eina tilraun um hamskipti. Efnið tengist hluta 3.3 í bókinni.
  • Varmaflutningur – Hér má finna kennslutexta og fimm tilraunir um varmaflutning. Efnið tengist hluta 3.4 í bókinni.
  • Hreyfing sameinda – Hér má finna kennslutexta, tvær tilraunir og eina gagnvirka sýndartilraun um hreyfingu sameinda. Efnið tengist hluta 3.6 í bókinni.
  • Eðlisvarmi – Hér má finna kennslutexta og eina tilraun um eðlisvarma. Efnið tengist hluta 3.5 í bókinni.
  • Hitaþensla – Hér má finna kennslutexta og eina tilraun um hitaþenslu. Efnið tengist hluta 3.6 í bókinni.