Varmafræði

Þær tilraunir sem framkvæmdar eru á vefnum eru tengdar texta úr 3. kafla óútkominnar kennslubókar í eðlisfræði fyrir unglingastig grunnskóla eftir Hauk Arason, Kjartan Örn Haraldsson og Sverri Guðmundsson. Þau hugtök sem fjallað er um og þau námsmarkmið sem höfð eru að leiðarljósi við framkvæmd tilraunanna eru:

 • Hitastig
 1. Læra að nota hugtakið hitastig
 2. Geta mælt hitastig með hitamæli
 • Varmaorka
 1. Þekkja muninn á hitastigi og varmaorku
 2. Vita að varmaorka er háð hitastigi og magni
 • Hamskipti
 1. Vita að efni geta skipt um ham
 2. Vita að hamskipti efnis tengjast breytingum á varmaorku efnis
 3. Vita að allt efni getur verið í þrennskonar ham (á föstu formi, í vökvaformi og á loftkenndu formi)
 • Varmaflutningur (varmaburður, varmaleiðing og varmageislun)
 1. Vita að hlutir hafa mismikla varmaleiðni
 2. Vita hvernig varmaorka flyst milli staða
 3. Vita að flutningur varmaorku getur farið fram með þremur leiðum
 • Hreyfing sameinda
 1. Vita að allt efni er gert úr frumeindum, sem síðan tengjast og mynda sameindir
 2. Vita að hitastig er háð hreyfingu sameinda
 3. Vita að hitastig er mælikvarði á meðalhreyfiorka sameinda í efni
 • Eðlisvarmi
 1. Kunna að nota hugtakið eðlisvarmi
 2. Vita að efni hafa misháan eðlisvarma
 • Hitaþensla
 1. Vita að yfirleitt þenjast hlutir út þegar þeir hitna